Listræn upplýsingagjöf
Eftir að hafa sjálfur starfað við að skapa list þekki ég að það er ekki bara hægt að setja færibandið í gang og vænta þess að verkinn renni út eftir því. Allt þarf tíma og í list er sá tíminn í raun afstæður. Verkin verða til þegar þau verða til og að setja kröfur á hvenær skila á verki er í mörgum tilfellum óraunhæft. Sama er þó ekki hægt að segja um upplýsingagjöf. Takmarkaðar efndir Á síðasta fundi bæjarstjórnar fór töluverð orka í að ræða listaverk sem áæltað er til minningar um eldgosið á Heimaey. Í upphafi stóð til
Hvernig biskup vil ég?
Framundan eru kosningar til biskups sem fara fram 11. - 16. apríl og ljóst að þeir þrír skeleggir frambjóðendur sem tilnefndir voru af prestum og djáknum veita hver öðrum góða keppni. Veikt embætti? Kirkjuþing hefur á undanförnum árum, með lagasetningum dregið nokkuð úr vægi biskups, samhliða þeim breytingum sem ríkið hefur gert á fjárveitingum beint til kirkjunnar. Biskup hefur í dag fyrst og fremst það hlutverk að vera leiðtogi presta á meðan að hann deilir hlutverki sínu sem leiðtogi kirkjunnar með kirkjuþingi. Þetta er í takt við þær breytingar sem við höfum séð í almennri stjórnsýslu sem einkennast helst að
Skreytingarhugtakið „sjálfbærni“
Eftir að hafa verið í bæjarstjórn í tæp tvö ár og horft á rekstur bæjarins úr því hásæti hef ég lært mikið. Það hefur hjálpað mér að meta betur rekstur á eigin heimili sem og Landakirkju sem ég sé um að reka ásamt öflugu sóknarnefndarfólki. Þetta hefur líka kennt mér að hugtakið sjálfbærni er hugtak sem aðeins er notað til skreytinga, sérstaklega hjá stjórnmálafólki. Sjálfbærni í raun ómöguleg Í fyrsta lagi er sjálfbærni aðeins möguleg í fullkomlega lokuðu hagkerfi þar sem ákvarðanir í fjármálum eru ekki ákveðnar út frá hag þeirra sem stjórna eða þeirra sem kjósa, þeirra sem skapa
Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið
Nú hafa orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf
Ekkert plan
6 tímar í Herjólfi fyrir 15 mínútur hjá lækni er eitthvað sem Eyjamenn tengja vð þessa dagana. Ég og annar peyjinn minn erum á taka á okkur þennan rúnt núna eins og margir aðrir með tilheyrandi æludallanotkun og tímasóun. Ástæðan að mati Vegagerðarinnar er “of mikil” austan átt í haust og tilfærsla á Markarfljóti. Staðreyndin er samt sú að málum er ekki nægilega vel háttað í dýpkun og veðurgluggar hafa ekki verið nægilega vel nýttir. Markarfljót færist heldur ekki um tvo kílómetra á einni nóttu. Þegar fréttatilkynning frá Vegagerðinni um málið er skoðuð er brasið á Björgun skýrt með skortur
Hækkun ofan á hækkun
Nú þegar HS Veitur hafa enn og aftur hækkað hitaveitu verðskrá sína í Vestmannaeyjum finnst mér rétt að benda á eftirfarandi. Þrátt fyrir ná 9 mW af varmaorku úr 3 mW úr raforku í varmadeilustöðinni í Eyjum hefur hitunarkostnaður hækkað á eyjamenn en ekki lækkað. Flutningur fór undir 4500 nýtingarstunda viðmið Landsnets og hækkaði þá flutningskostanður raforku all verulega. Hér eru allir að huga að orkuskiptum nema Landsnet. Þegar orka hefur verið skert eins og gerst hefur ítrekað undanfarið vegna skorts þarf hitaveitan að brenna oliu til að anna eftirspurn. Það hjálpar nú við orkuskipin. Þegar Vestmannaeyjastrengur 3 fór í
Grænir flöskuhálsar
Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir