Þakkir og uppgjör við kosningar
Ég vil byrja á því að þakka einlæglega fyrir þann stuðning sem ég fann í kosningabaráttunni og undanfara hennar. Hann var miklu meira en ómetanlegur. Öll símtölin og samtölin nærðu mig sama hvort þau gáfu í skyn sterkan stuðning eða þegar ég þurfti og náði að snúa fólki á mitt band. Ég finn að það á vel við mig að tala fyrir sannfæringu minni og því ætla ég að halda áfram. Varnarsigur SjálfstæðisflokksinsMiðað við það afhroð sem flokknum var spáð í könnunum og það fylgishrun sem hinir stjórnarflokkarnir máttu þola er ekki annað hægt en að tala um sterkan
Rödd Vestmannaeyja þarf að heyrast á þingi
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember nk og eins og vermi ég 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Mikilvægustu málin fyrir Vestmannaeyjar snúa fyrst og fremst að grunninnviðum og þar með samkeppnishæfni eyjanna. Til þess að ná árangri í því þurfum við að tryggja: Öruggt aðgengi að vatni með lagningu almannavarnarlagnar til Vestmannaeyja Að rannsóknir á gögnum verið fjármagnaðar og hafist verði handa hið allra fyrsta við þær Að úrbætur í Landeyjahöfn verði sett á dagskrá. Höfnina þarf að bæta þó unnið verði að gögnum til að bæta samgöngur til skemmri tíma Að byrjað verði að hugað að nýjum Herjólfi
Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi
Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega mikilvægur en sjaldan hefur verið mikilvægara að ná Eyjamanni á þing. Nú þarf að ýta málum áframSkýrslan um fýsileika gangna til Vestmannaeyja virðist hafa týnst ofan í skúffu í öllu argaþrasi stjórnmálanna undanfarið. Krafan um að opinbera niðurstöður hennar er hér með komin í