Þegar innviðirnir eru látnir mæta afgangi
Við treystum á að ríki og sveitarfélög tryggi innviðina sem þeir bera ábyrgð með skattfé okkar borgaranna. Við borgararnir viljum svo fá frið svo við getum nýtt tækifærin sem best og þannig skapað okkur gott líf og umleið nægar tekjur fyrir okkur sjálf og skattfé til þess að ríki og sveitarfélög geti tryggt fyrrnefnda innviði. Ábyrð sveitarfélaga er mikil gagnvart íbúum, en ég tel að við getum verið sammála um að ábyrgð Reykjavíkur sem höfuðborgar gagnvart íbúum annars staðar á landinu sé einnig mikil. Pólitíkin flækir málið Nú sjáum við það gerast í Reykjavík að meirihlutinn í borginni er fallinn
Skatta- og skerðingalausir styrkir til stjórnmálaflokka
Það hriktir í stjórnarsamstarfi sem hefur varla hafist. Styrkir til stjórnmálaflokka frá okkur borgurum þessa lands hafa verið ofgreiddir á undanförnum árum. Þar er ljóst að Flokkur fólksins hefur fengið um 240 milljónir greiddar án þess að standast kröfur lagabókstarfsins og þeim ætla þau ekki að skila. Fleiri flokkar voru á þessum slóðum þegar ný gjöld tóku gildi í upphafi árs 2022 en flestir þeir brugðust við í samræmi við kröfur ríkisins. Það gerði Flokkur fólksins hins vegar ekki enda voru þau „ekkert að stressa sig á þessu“. Stjórnmálaflokkar þurfa fæði, klæði og húsnæði Nú eru lögspekingar fjármálaráðherra búnir að
Stefnt á inngöngu í ESB þrátt fyrir höfuðlausa Evrópu
Það óma háværar viðvörunarbjöllur þessa dagana þegar ný ríkisstjórn í landinu viðrar það í stefnuyfirlýsingu sinni að ganga í Evrópusambandið þannig finna lausnir á staðbundnum íslenskum vandamálum. Krónan þykir ómöguleg þó hún hafi í gegnum pest og hamfarir fylgt Evrunni mjög náið í gengisþróun, vextir eru sannarlega eitthvað lægri en kaupmáttur og laun standast engann samanburð við stöðuna hér á landi. Hér má sjá ágæta grein um stöðuna í þessum málum. Matarkarfan er sannarlega lægri enda ræður markaðurinn ríkjum í verðlagningu. Þar sem laun eru lægri er matarkostnaðurinn lægri, bæði vegna lægri framleiðslukostnaðar og þar með talið lægri laun starfsfólks
Fall ríkjandi stjórnvalda víðsvegar um heiminn og samskiptamiðlar
Árið 2024 var ár kosninga. Aldrei í sögu heimsins hafa jafn margir gengið að kjörborðinu ein einmitt á nýloknu ári. Heimurinn hefur breyst hratt á undanförnum árum og ekki má búast við öðru eftir að ríkjandi stjórnvöld féllu um heim allan að þær breytingar muni aukast enn frekar. Samskiptamiðlar eiga þar gríðar mikinn þátt en stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk hafa eðlilega séð kosti þessara miðla við að koma skilaboðum sínum áfram til kjósenda og þannig vekja athygli á sér. Á bakvið við þetta allt saman er svo reiknirit (e. algorithms) sem hafa áhrif á umferðina á miðlunum, út frá gæðum þess