Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!
Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega mikilvæg fyrir nærumhverfið og við eigum að gera sem mest af því en í heildarsamhengi heimsins gerir sú flokkun ekki neitt. Stór og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland sem annað hvort geta ekki eða vilja ekki taka þátt í að minnka mengun af
Jarðgangafélag að færeyskri fyrirmynd
Bon Scott heitinn, fyrrum forsprakki rokksveitarinnar AC/DC söng um veginn sem hann vildi feta. Hann ætlaði niður þar sem hitinn var hvað mestur því leiðin þangað var engum takmörkunum háð. Enginn stöðvunarmerki og enginn hámarkshraði. Ekki er það í mínum huga eftirsóknarvert ferðalag þrátt fyrir að lagið hafi í gegnum tíðina hlýjað mér um hjartaræturnar enda er þarna á ferðinni eitt magnaðasta rokklag sögunnar. Blæðandi vegir og dvínandi burðarþol Vegirnir sem við Íslendingar þurfum að aka er ekkert frekar eftirsóknarverðir. Malbiksblæðingar á Vesturlandi eru merki um óhentugar aðfarir í vegagerð og stórskerða afkomumöguleika svæðisins þar sem verðmætasköpun er háð þungaflutningum.
Þegar innviðirnir eru látnir mæta afgangi
Við treystum á að ríki og sveitarfélög tryggi innviðina sem þeir bera ábyrgð með skattfé okkar borgaranna. Við borgararnir viljum svo fá frið svo við getum nýtt tækifærin sem best og þannig skapað okkur gott líf og umleið nægar tekjur fyrir okkur sjálf og skattfé til þess að ríki og sveitarfélög geti tryggt fyrrnefnda innviði. Ábyrð sveitarfélaga er mikil gagnvart íbúum, en ég tel að við getum verið sammála um að ábyrgð Reykjavíkur sem höfuðborgar gagnvart íbúum annars staðar á landinu sé einnig mikil. Pólitíkin flækir málið Nú sjáum við það gerast í Reykjavík að meirihlutinn í borginni er fallinn
Skatta- og skerðingalausir styrkir til stjórnmálaflokka
Það hriktir í stjórnarsamstarfi sem hefur varla hafist. Styrkir til stjórnmálaflokka frá okkur borgurum þessa lands hafa verið ofgreiddir á undanförnum árum. Þar er ljóst að Flokkur fólksins hefur fengið um 240 milljónir greiddar án þess að standast kröfur lagabókstarfsins og þeim ætla þau ekki að skila. Fleiri flokkar voru á þessum slóðum þegar ný gjöld tóku gildi í upphafi árs 2022 en flestir þeir brugðust við í samræmi við kröfur ríkisins. Það gerði Flokkur fólksins hins vegar ekki enda voru þau „ekkert að stressa sig á þessu“. Stjórnmálaflokkar þurfa fæði, klæði og húsnæði Nú eru lögspekingar fjármálaráðherra búnir að
Þarf RÚV tekjur á við 5.000 íbúa sveitarfélag?
Ríkisútvarpið sem er í eigu þjóðarinnar er á samkeppnismarkaði. Ríkisútvarpið keppir við aðra fjölmiðla, stóra sem smáa um frekar lítinn og lokaðan auglýsingamarkað, sem hefur í raun minnkað enn meira með tilkomu félagsmiðla sem byggja tekjumódel sín fyrst og fremst á auglýsingatekjum. Slagurinn við Golíat Auglýsingatekjur RÚV árið 2023 voru 2.941 milljón króna. Ríkið veitti á sama tíma styrki til einkarekinna fjölmiðla upp á rúmar 470 milljónir. Tekjumódel einkareknu miðlanna byggir fyrst og fremst á auglýsingatekjum og því að mínu viti út úr kortinu að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það væri miklu nær að sjálfstæðir miðlar fengju að keppast um
Stefnt á inngöngu í ESB þrátt fyrir höfuðlausa Evrópu
Það óma háværar viðvörunarbjöllur þessa dagana þegar ný ríkisstjórn í landinu viðrar það í stefnuyfirlýsingu sinni að ganga í Evrópusambandið þannig finna lausnir á staðbundnum íslenskum vandamálum. Krónan þykir ómöguleg þó hún hafi í gegnum pest og hamfarir fylgt Evrunni mjög náið í gengisþróun, vextir eru sannarlega eitthvað lægri en kaupmáttur og laun standast engann samanburð við stöðuna hér á landi. Hér má sjá ágæta grein um stöðuna í þessum málum. Matarkarfan er sannarlega lægri enda ræður markaðurinn ríkjum í verðlagningu. Þar sem laun eru lægri er matarkostnaðurinn lægri, bæði vegna lægri framleiðslukostnaðar og þar með talið lægri laun starfsfólks
Fall ríkjandi stjórnvalda víðsvegar um heiminn og samskiptamiðlar
Árið 2024 var ár kosninga. Aldrei í sögu heimsins hafa jafn margir gengið að kjörborðinu ein einmitt á nýloknu ári. Heimurinn hefur breyst hratt á undanförnum árum og ekki má búast við öðru eftir að ríkjandi stjórnvöld féllu um heim allan að þær breytingar muni aukast enn frekar. Samskiptamiðlar eiga þar gríðar mikinn þátt en stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk hafa eðlilega séð kosti þessara miðla við að koma skilaboðum sínum áfram til kjósenda og þannig vekja athygli á sér. Á bakvið við þetta allt saman er svo reiknirit (e. algorithms) sem hafa áhrif á umferðina á miðlunum, út frá gæðum þess
Þakkir og uppgjör við kosningar
Ég vil byrja á því að þakka einlæglega fyrir þann stuðning sem ég fann í kosningabaráttunni og undanfara hennar. Hann var miklu meira en ómetanlegur. Öll símtölin og samtölin nærðu mig sama hvort þau gáfu í skyn sterkan stuðning eða þegar ég þurfti og náði að snúa fólki á mitt band. Ég finn að það á vel við mig að tala fyrir sannfæringu minni og því ætla ég að halda áfram. Varnarsigur SjálfstæðisflokksinsMiðað við það afhroð sem flokknum var spáð í könnunum og það fylgishrun sem hinir stjórnarflokkarnir máttu þola er ekki annað hægt en að tala um sterkan
Rödd Vestmannaeyja þarf að heyrast á þingi
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember nk og eins og vermi ég 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Mikilvægustu málin fyrir Vestmannaeyjar snúa fyrst og fremst að grunninnviðum og þar með samkeppnishæfni eyjanna. Til þess að ná árangri í því þurfum við að tryggja: Öruggt aðgengi að vatni með lagningu almannavarnarlagnar til Vestmannaeyja Að rannsóknir á gögnum verið fjármagnaðar og hafist verði handa hið allra fyrsta við þær Að úrbætur í Landeyjahöfn verði sett á dagskrá. Höfnina þarf að bæta þó unnið verði að gögnum til að bæta samgöngur til skemmri tíma Að byrjað verði að hugað að nýjum Herjólfi
Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi
Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega mikilvægur en sjaldan hefur verið mikilvægara að ná Eyjamanni á þing. Nú þarf að ýta málum áframSkýrslan um fýsileika gangna til Vestmannaeyja virðist hafa týnst ofan í skúffu í öllu argaþrasi stjórnmálanna undanfarið. Krafan um að opinbera niðurstöður hennar er hér með komin í