Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum

By |December 9th, 2025|Categories: Bæjarmálin|

Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er ánægjulegt, sér í lagi þegar að kröftugur tónn kemur úr óvæntri átt eins og í tilfelli Jóhanns Inga Óskarssonar. Það er einnig ánægjulegt vegna þess að upplifun mín af samtölum við bæjarbúa um pólitík framan af kjörtímabilinu hefur sjaldnast snúist um bæjarmálin, frekar landsmálin og þá stöðu sem þar er uppi. Hins vegar eru fjölmörg málefni bæjarins sem má ræða frekar og hér vil ég reifa nokkur þeirra. Atvinnulífið í heild sinni þarf sterkari málsvara Ljóst er að

Comments Off on Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum

Valdhafar „jafna“ atkvæði

By |November 14th, 2025|Categories: Samfélag, Stjórnmál|

Nú er í skoðun hjá starfshópi á vegum ríkisstjórnarinnar atkvæðavægi í kosningum. Rök þeirra eru nokkuð skýr þar sem rétt er að fleiri atkvæði eru á bakvið hvern þingmann í höfuðborgarkjördæmunum en í landsbyggðakjördæmunum. Á að leysa vandamál höfuðborgarinnar með fleiri þingmönnum? Vandamál í höfuðborginni verða ekki leyst með fleiri þingmönnum frekar en borgarfulltrúum. Það getur haft tilhneigingu til að þyngja nú þegar gríðar þungt stjórnkerfi enn frekar. Einnig er víðsvegar horft til nálægðar kjósenda við valdhafanna sem kost. Þeir sem búa nær valdhöfunum ættu að geta verið í betra sambandi við þá og hafa því ekki jafn ríka þörf

Comments Off on Valdhafar „jafna“ atkvæði

Er orði „sjávarútvegur“ blótsyrði?

By |November 12th, 2025|Categories: Samfélag, Stjórnmál|

Þegar ég var peyji var mér kennt að fýlan í loftinu væri peningalykt því bræðslurnar voru að búa til verðmæti. Lærði ég því nokkuð fljótt að hér væri verið að ræða um lifibrauð fólks og að samfélagið nyti góðs af því að í sveitarfélaginu mínu væri sterkur sjávarútvegur. Umræðan í sumar og í raun undanfarin ár hefur hins vegar mikið snúið til þeirrar orðræðu sem varð til upp úr hruninu 2008. Ákveðinn hópur sem hefur takmarkaðan skilning á mikilvægi sjávarútvegs og hvað hann hefur að segja í atvinnulífi og útflutningstekjum þjóðarinnar hefur haldið þessari fórnarlambsumræðu á lofti sem einkennist af

Comments Off on Er orði „sjávarútvegur“ blótsyrði?

Hærri skattar skemma

By |October 21st, 2025|Categories: Ríkisfjármálin|

Tvöföldun veiðigjalda, niðurfelling samsköttunar hjóna, hækkun skatta á ferðaþjónustu, nauðasameiningar sveitarfélaga og kílómetragjald á fyrirtæki og almenning eru augljós merki þess að forræðishyggja og skattaæði ríkisstjórnarinnar er í hámarki. Ljóst er að nýta á meðbyr Samfylkingarinnar í könnunum, sem þó er ekki að finna hjá hinum stjórnarflokkunum, til þess að klára ljótu málin snemma á kjörtímabilinu. Ekki virðast standa til að hagræða svo einhverju nemi í ríkisrekstrinum. Sóun í brennidepli Umfjöllunin undanfarið hefur dregið í ljós mál þar sem hinsegin samtök í Ameríku fá styrk frá skattborgurum á Íslandi til að halda úti hálauna störfum á sínum snærum og að

Comments Off on Hærri skattar skemma

Veikum er alveg sama hver veitir þjónustuna

By |August 5th, 2025|Categories: Heilbrigðismál|

Frá því undir lok síðasta áratugar hefur verið kallað eftir því að sjúkraþyrla verði staðsett á Suðurlandi. Mikil þörf er á að bæta bráðaviðbragð sem víðast hvar í landshlutanum er óboðlegt, sér í lagi í Vestmannaeyjum en hreint ekki síður í Skaftafellssýslunum þar sem mönnun heilbrigðisstarfsfólks hefur verið einstaklega erfitt viðfangsefni. Stríður straumur ferðamanna um Suðurlandið styrkir svo ákallið enn frekar eftir þyrlunni. Ráðherra með augu á boltanum - að hluta Í fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra sem ég sendi henni þegar ég tók sæti á þingi í maí sl og sem hún svaraði nýlega kemur fram að viðbótarsjúkrabíll hafi verið

Comments Off on Veikum er alveg sama hver veitir þjónustuna

Grindavík má enn bíða

By |July 25th, 2025|Categories: Samfélag|

Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á

Comments Off on Grindavík má enn bíða

Kröfur ríkisins í land Vestmannaeyja – ráðherrar svarar

By |July 3rd, 2025|Categories: Stjórnmál|

Þegar ég tók sæti á þingi um miðjan maí mánuð sl. sendi ég skriflegar fyrirspurnir á nokkra ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nokkur svör hafa borist og mun ég fara yfir nokkur þeirra í næstu færslum. Ég spurði m.a. fjármála- og efnahagsráðherra hvort hann hyggðist halda til streitu kröfulýsingu sinni um úteyjar Vestmannaeyja sem eru í meira en 2 km fjarlægð frá Heimaey. Dipló svar en kröfum mun fækka verulega Ekki verður af svarinu tekið að það er nokkuð dipló en um leið gefur í raun til greina að, rétt eins og flestir vita, að málið er í algjöru öngstræti. Vestmannaeyjabær

Comments Off on Kröfur ríkisins í land Vestmannaeyja – ráðherrar svarar

Orkuöflun á eyjaklösum – Orkneyjar og Vestmannaeyjar

By |May 5th, 2025|Categories: Orkumál|

All lengi hef ég haft nokkrar áhyggjur af stöðu orkumála í Eyjum. Fiskvinnslur og útgerðir sem skapað hafa velferðina í Vestmannaeyjum þurfa mikla orku og mun orkuþörf samfélagsins aðeins vaxa á næstunni vegna kröftugrar uppbyggingar fyrirtækisins Laxey á landeldi á laxi. Í ofanálag eru Vestmannaeyjar á köldu svæði og húshitunarkostnaður ræðst af raforkuverði á markaði og himinháum flutningsgjöldum. Þrátt fyrir metnaðarfullar úrlausnir í þeim málum eins og með uppbyggingu varmadælustöðvar HS Veitna hefur ekki tekist að ná niður kostnaði íbúa. Úrbóta er þörf Raforkuinnviðir eru veikir og ekki batnaði það í ársbyrjun 2023 þegar upp kom alvarlegur galli í VM3

Comments Off on Orkuöflun á eyjaklösum – Orkneyjar og Vestmannaeyjar

Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

By |February 26th, 2025|Categories: Samfélag|

Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega mikilvæg fyrir nærumhverfið og við eigum að gera sem mest af því en í heildarsamhengi heimsins gerir sú flokkun ekki neitt. Stór og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland sem annað hvort geta ekki eða vilja ekki taka þátt í að minnka mengun af

Comments Off on Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

Jarðgangafélag að færeyskri fyrirmynd

By |February 20th, 2025|Categories: Samgöngumál|

Bon Scott heitinn, fyrrum forsprakki rokksveitarinnar AC/DC söng um veginn sem hann vildi feta. Hann ætlaði niður þar sem hitinn var hvað mestur því leiðin þangað var engum takmörkunum háð. Enginn stöðvunarmerki og enginn hámarkshraði. Ekki er það í mínum huga eftirsóknarvert ferðalag þrátt fyrir að lagið hafi í gegnum tíðina hlýjað mér um hjartaræturnar enda er þarna á ferðinni eitt magnaðasta rokklag sögunnar. Blæðandi vegir og dvínandi burðarþol Vegirnir sem við Íslendingar þurfum að aka er ekkert frekar eftirsóknarverðir. Malbiksblæðingar á Vesturlandi eru merki um óhentugar aðfarir í vegagerð og stórskerða afkomumöguleika svæðisins þar sem verðmætasköpun er háð þungaflutningum.

Comments Off on Jarðgangafélag að færeyskri fyrirmynd
  • Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er

    December 9th, 2025 Off Comments off on Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum
  • Nú er í skoðun hjá starfshópi á vegum ríkisstjórnarinnar atkvæðavægi í kosningum. Rök þeirra eru nokkuð skýr þar sem rétt er að

    November 14th, 2025 Off Comments off on Valdhafar „jafna“ atkvæði
  • Þegar ég var peyji var mér kennt að fýlan í loftinu væri peningalykt því bræðslurnar voru að búa til verðmæti. Lærði ég

    November 12th, 2025 Off Comments off on Er orði „sjávarútvegur“ blótsyrði?
  • Tvöföldun veiðigjalda, niðurfelling samsköttunar hjóna, hækkun skatta á ferðaþjónustu, nauðasameiningar sveitarfélaga og kílómetragjald á fyrirtæki og almenning eru augljós merki þess að

    October 21st, 2025 Off Comments off on Hærri skattar skemma
  • Frá því undir lok síðasta áratugar hefur verið kallað eftir því að sjúkraþyrla verði staðsett á Suðurlandi. Mikil þörf er á að

    August 5th, 2025 Off Comments off on Veikum er alveg sama hver veitir þjónustuna
  • Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl

    July 25th, 2025 Off Comments off on Grindavík má enn bíða
  • Þegar ég tók sæti á þingi um miðjan maí mánuð sl. sendi ég skriflegar fyrirspurnir á nokkra ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nokkur

    July 3rd, 2025 Off Comments off on Kröfur ríkisins í land Vestmannaeyja – ráðherrar svarar
  • All lengi hef ég haft nokkrar áhyggjur af stöðu orkumála í Eyjum. Fiskvinnslur og útgerðir sem skapað hafa velferðina í Vestmannaeyjum þurfa

    May 5th, 2025 Off Comments off on Orkuöflun á eyjaklösum – Orkneyjar og Vestmannaeyjar
  • Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því

    February 26th, 2025 Off Comments off on Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!
  • Bon Scott heitinn, fyrrum forsprakki rokksveitarinnar AC/DC söng um veginn sem hann vildi feta. Hann ætlaði niður þar sem hitinn var hvað

    February 20th, 2025 Off Comments off on Jarðgangafélag að færeyskri fyrirmynd
Go to Top