Veikum er alveg sama hver veitir þjónustuna
Frá því undir lok síðasta áratugar hefur verið kallað eftir því að sjúkraþyrla verði staðsett á Suðurlandi. Mikil þörf er á að bæta bráðaviðbragð sem víðast hvar í landshlutanum er óboðlegt, sér í lagi í Vestmannaeyjum en hreint ekki síður í Skaftafellssýslunum þar sem mönnun heilbrigðisstarfsfólks hefur verið einstaklega erfitt viðfangsefni. Stríður straumur ferðamanna um Suðurlandið styrkir svo ákallið enn frekar eftir þyrlunni. Ráðherra með augu á boltanum - að hluta Í fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra sem ég sendi henni þegar ég tók sæti á þingi í maí sl og sem hún svaraði nýlega kemur fram að viðbótarsjúkrabíll hafi verið
Grindavík má enn bíða
Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á
Kröfur ríkisins í land Vestmannaeyja – ráðherrar svarar
Þegar ég tók sæti á þingi um miðjan maí mánuð sl. sendi ég skriflegar fyrirspurnir á nokkra ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nokkur svör hafa borist og mun ég fara yfir nokkur þeirra í næstu færslum. Ég spurði m.a. fjármála- og efnahagsráðherra hvort hann hyggðist halda til streitu kröfulýsingu sinni um úteyjar Vestmannaeyja sem eru í meira en 2 km fjarlægð frá Heimaey. Dipló svar en kröfum mun fækka verulega Ekki verður af svarinu tekið að það er nokkuð dipló en um leið gefur í raun til greina að, rétt eins og flestir vita, að málið er í algjöru öngstræti. Vestmannaeyjabær
Orkuöflun á eyjaklösum – Orkneyjar og Vestmannaeyjar
All lengi hef ég haft nokkrar áhyggjur af stöðu orkumála í Eyjum. Fiskvinnslur og útgerðir sem skapað hafa velferðina í Vestmannaeyjum þurfa mikla orku og mun orkuþörf samfélagsins aðeins vaxa á næstunni vegna kröftugrar uppbyggingar fyrirtækisins Laxey á landeldi á laxi. Í ofanálag eru Vestmannaeyjar á köldu svæði og húshitunarkostnaður ræðst af raforkuverði á markaði og himinháum flutningsgjöldum. Þrátt fyrir metnaðarfullar úrlausnir í þeim málum eins og með uppbyggingu varmadælustöðvar HS Veitna hefur ekki tekist að ná niður kostnaði íbúa. Úrbóta er þörf Raforkuinnviðir eru veikir og ekki batnaði það í ársbyrjun 2023 þegar upp kom alvarlegur galli í VM3
Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!
Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega mikilvæg fyrir nærumhverfið og við eigum að gera sem mest af því en í heildarsamhengi heimsins gerir sú flokkun ekki neitt. Stór og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland sem annað hvort geta ekki eða vilja ekki taka þátt í að minnka mengun af
Jarðgangafélag að færeyskri fyrirmynd
Bon Scott heitinn, fyrrum forsprakki rokksveitarinnar AC/DC söng um veginn sem hann vildi feta. Hann ætlaði niður þar sem hitinn var hvað mestur því leiðin þangað var engum takmörkunum háð. Enginn stöðvunarmerki og enginn hámarkshraði. Ekki er það í mínum huga eftirsóknarvert ferðalag þrátt fyrir að lagið hafi í gegnum tíðina hlýjað mér um hjartaræturnar enda er þarna á ferðinni eitt magnaðasta rokklag sögunnar. Blæðandi vegir og dvínandi burðarþol Vegirnir sem við Íslendingar þurfum að aka er ekkert frekar eftirsóknarverðir. Malbiksblæðingar á Vesturlandi eru merki um óhentugar aðfarir í vegagerð og stórskerða afkomumöguleika svæðisins þar sem verðmætasköpun er háð þungaflutningum.
Þegar innviðirnir eru látnir mæta afgangi
Við treystum á að ríki og sveitarfélög tryggi innviðina sem þeir bera ábyrgð með skattfé okkar borgaranna. Við borgararnir viljum svo fá frið svo við getum nýtt tækifærin sem best og þannig skapað okkur gott líf og umleið nægar tekjur fyrir okkur sjálf og skattfé til þess að ríki og sveitarfélög geti tryggt fyrrnefnda innviði. Ábyrð sveitarfélaga er mikil gagnvart íbúum, en ég tel að við getum verið sammála um að ábyrgð Reykjavíkur sem höfuðborgar gagnvart íbúum annars staðar á landinu sé einnig mikil. Pólitíkin flækir málið Nú sjáum við það gerast í Reykjavík að meirihlutinn í borginni er fallinn
Skatta- og skerðingalausir styrkir til stjórnmálaflokka
Það hriktir í stjórnarsamstarfi sem hefur varla hafist. Styrkir til stjórnmálaflokka frá okkur borgurum þessa lands hafa verið ofgreiddir á undanförnum árum. Þar er ljóst að Flokkur fólksins hefur fengið um 240 milljónir greiddar án þess að standast kröfur lagabókstarfsins og þeim ætla þau ekki að skila. Fleiri flokkar voru á þessum slóðum þegar ný gjöld tóku gildi í upphafi árs 2022 en flestir þeir brugðust við í samræmi við kröfur ríkisins. Það gerði Flokkur fólksins hins vegar ekki enda voru þau „ekkert að stressa sig á þessu“. Stjórnmálaflokkar þurfa fæði, klæði og húsnæði Nú eru lögspekingar fjármálaráðherra búnir að
Þarf RÚV tekjur á við 5.000 íbúa sveitarfélag?
Ríkisútvarpið sem er í eigu þjóðarinnar er á samkeppnismarkaði. Ríkisútvarpið keppir við aðra fjölmiðla, stóra sem smáa um frekar lítinn og lokaðan auglýsingamarkað, sem hefur í raun minnkað enn meira með tilkomu félagsmiðla sem byggja tekjumódel sín fyrst og fremst á auglýsingatekjum. Slagurinn við Golíat Auglýsingatekjur RÚV árið 2023 voru 2.941 milljón króna. Ríkið veitti á sama tíma styrki til einkarekinna fjölmiðla upp á rúmar 470 milljónir. Tekjumódel einkareknu miðlanna byggir fyrst og fremst á auglýsingatekjum og því að mínu viti út úr kortinu að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það væri miklu nær að sjálfstæðir miðlar fengju að keppast um
Stefnt á inngöngu í ESB þrátt fyrir höfuðlausa Evrópu
Það óma háværar viðvörunarbjöllur þessa dagana þegar ný ríkisstjórn í landinu viðrar það í stefnuyfirlýsingu sinni að ganga í Evrópusambandið þannig finna lausnir á staðbundnum íslenskum vandamálum. Krónan þykir ómöguleg þó hún hafi í gegnum pest og hamfarir fylgt Evrunni mjög náið í gengisþróun, vextir eru sannarlega eitthvað lægri en kaupmáttur og laun standast engann samanburð við stöðuna hér á landi. Hér má sjá ágæta grein um stöðuna í þessum málum. Matarkarfan er sannarlega lægri enda ræður markaðurinn ríkjum í verðlagningu. Þar sem laun eru lægri er matarkostnaðurinn lægri, bæði vegna lægri framleiðslukostnaðar og þar með talið lægri laun starfsfólks