Þarf RÚV tekjur á við 5.000 íbúa sveitarfélag?
Ríkisútvarpið sem er í eigu þjóðarinnar er á samkeppnismarkaði. Ríkisútvarpið keppir við aðra fjölmiðla, stóra sem smáa um frekar lítinn og lokaðan auglýsingamarkað, sem hefur í raun minnkað enn meira með tilkomu félagsmiðla sem byggja tekjumódel sín fyrst og fremst á auglýsingatekjum. Slagurinn við Golíat Auglýsingatekjur RÚV árið 2023 voru 2.941 milljón króna. Ríkið veitti á sama tíma styrki til einkarekinna fjölmiðla upp á rúmar 470 milljónir. Tekjumódel einkareknu miðlanna byggir fyrst og fremst á auglýsingatekjum og því að mínu viti út úr kortinu að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það væri miklu nær að sjálfstæðir miðlar fengju að keppast um
Stefnt á inngöngu í ESB þrátt fyrir höfuðlausa Evrópu
Það óma háværar viðvörunarbjöllur þessa dagana þegar ný ríkisstjórn í landinu viðrar það í stefnuyfirlýsingu sinni að ganga í Evrópusambandið þannig finna lausnir á staðbundnum íslenskum vandamálum. Krónan þykir ómöguleg þó hún hafi í gegnum pest og hamfarir fylgt Evrunni mjög náið í gengisþróun, vextir eru sannarlega eitthvað lægri en kaupmáttur og laun standast engann samanburð við stöðuna hér á landi. Hér má sjá ágæta grein um stöðuna í þessum málum. Matarkarfan er sannarlega lægri enda ræður markaðurinn ríkjum í verðlagningu. Þar sem laun eru lægri er matarkostnaðurinn lægri, bæði vegna lægri framleiðslukostnaðar og þar með talið lægri laun starfsfólks
Fall ríkjandi stjórnvalda víðsvegar um heiminn og samskiptamiðlar
Árið 2024 var ár kosninga. Aldrei í sögu heimsins hafa jafn margir gengið að kjörborðinu ein einmitt á nýloknu ári. Heimurinn hefur breyst hratt á undanförnum árum og ekki má búast við öðru eftir að ríkjandi stjórnvöld féllu um heim allan að þær breytingar muni aukast enn frekar. Samskiptamiðlar eiga þar gríðar mikinn þátt en stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk hafa eðlilega séð kosti þessara miðla við að koma skilaboðum sínum áfram til kjósenda og þannig vekja athygli á sér. Á bakvið við þetta allt saman er svo reiknirit (e. algorithms) sem hafa áhrif á umferðina á miðlunum, út frá gæðum þess
Þakkir og uppgjör við kosningar
Ég vil byrja á því að þakka einlæglega fyrir þann stuðning sem ég fann í kosningabaráttunni og undanfara hennar. Hann var miklu meira en ómetanlegur. Öll símtölin og samtölin nærðu mig sama hvort þau gáfu í skyn sterkan stuðning eða þegar ég þurfti og náði að snúa fólki á mitt band. Ég finn að það á vel við mig að tala fyrir sannfæringu minni og því ætla ég að halda áfram. Varnarsigur SjálfstæðisflokksinsMiðað við það afhroð sem flokknum var spáð í könnunum og það fylgishrun sem hinir stjórnarflokkarnir máttu þola er ekki annað hægt en að tala um sterkan
Rödd Vestmannaeyja þarf að heyrast á þingi
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember nk og eins og vermi ég 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Mikilvægustu málin fyrir Vestmannaeyjar snúa fyrst og fremst að grunninnviðum og þar með samkeppnishæfni eyjanna. Til þess að ná árangri í því þurfum við að tryggja: Öruggt aðgengi að vatni með lagningu almannavarnarlagnar til Vestmannaeyja Að rannsóknir á gögnum verið fjármagnaðar og hafist verði handa hið allra fyrsta við þær Að úrbætur í Landeyjahöfn verði sett á dagskrá. Höfnina þarf að bæta þó unnið verði að gögnum til að bæta samgöngur til skemmri tíma Að byrjað verði að hugað að nýjum Herjólfi
Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi
Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega mikilvægur en sjaldan hefur verið mikilvægara að ná Eyjamanni á þing. Nú þarf að ýta málum áframSkýrslan um fýsileika gangna til Vestmannaeyja virðist hafa týnst ofan í skúffu í öllu argaþrasi stjórnmálanna undanfarið. Krafan um að opinbera niðurstöður hennar er hér með komin í
Ég býð mig fram í 4. sætið
Framundan eru þingkosningar og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á fullt. Ég hef undanfarin 2 ár setið sem bæjarfulltrúi fyrir flokkinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja og í ráði árin 4 þar á undan og fengið að njóta þessa að læra þar af mér reyndara meira fólki. Þegar ég bauð mig fram í prófkjör sem fór fram hér vorið 2o22 þá má segja að ég „hafi komið sjálfur að máli við mig“ eins og einn góður forsetaframbjóðandinn komst að orði en í þetta skipti er ég að finna fyrir stuðning frá röddum innan og utan flokksins sem mér þykir ómögulegt að neita. Ég hef
Er ekki mikilvægast að þjóðinni líði vel?
Ég sótti á fimmtudagskvöldið síðasta góðan fund á vegum Geðhjálpar sem haldinn var í safnaðarheimili Landakirkju. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar hélt góðan fyrirlestur og Guðrún Þórsdóttir sagði sögu sína og upplifun af geðrænum vanda. Í lokin komu þeir félagar Emmsjé Gauti og Þormóður og léku nokkur lög sín fyrir gesti. Stemningin var ljúf og notaleg og nálgun fyrirlesaranna á geðheilbrigðismál var nokkuð ólík þeim staðalímyndum sem við fáum gjarnan að horfa upp á í þeim miðlum sem stjórna umræðunni. Geðheilbrigði er svo miklu meira en aðeins sjúkdómarnir og það sem við tengjum við slík veikindi heldur almennt það hvernig okkur
„Ríki, ætlaru ekki að leggja inn á mig?“
Mér var kennt sem ungum manni að það væri ekkert ókeypis í þessum heimi, það þyrfti að hafa fyrir hlutunum. Mér var líka bent á að ef ég fengið eitthvað gefins hefði einhver annar borgað fyrir það. Snúið út úr Nýlega benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra á að merkja mætti mikla sóun á þeim gjaldfrjálsu námsgögn sem nemendur í grunnskólum landsins fá. Hún bendir á að erfitt sé að skapa hvata til þess að farið sé vel með hlutina þegar þeir er fríir. Ragnar Þór Pétursson kennari bendir á í athugasemd að það eigi líka við um úlpur barnanna, airpods
Tregða í orkumálum gæti fellt kerfið
Það er undarlegt að hugsa til þess að þau grænu orkukerfi sem byggð voru hér á landi á miðri síðustu öld séu að drabbast niður vegna lagaramma og leyfisveitingakerfis sem við höfum búið til sjálf. Það er hættulegt kerfinu var á sínum tíma byggt upp af framsýni og stækkunarmöguleika í huga. Uppbygging rekin með gjöldum notenda Það sem hefur haldið kerfinu okkar gangandi, jafnt hvað varðar orkuöflun og flutning orkunnar eru afnotagjöldin. Tekjumódelið gengur út á að nýta innkomu til uppbyggingu kerfisins sem er að allra mati mjög arðbært. Nú þarf að hafa hraðar hendur Tækninni fleytir fram á ógnar