Hvernig biskup vil ég?
Framundan eru kosningar til biskups sem fara fram 11. - 16. apríl og ljóst að þeir þrír skeleggir frambjóðendur sem tilnefndir voru af prestum og djáknum veita hver öðrum góða keppni. Veikt embætti? Kirkjuþing hefur á undanförnum árum, með lagasetningum dregið nokkuð úr vægi biskups, samhliða þeim breytingum sem ríkið hefur gert á fjárveitingum beint til kirkjunnar. Biskup hefur í dag fyrst og fremst það hlutverk að vera leiðtogi presta á meðan að hann deilir hlutverki sínu sem leiðtogi kirkjunnar með kirkjuþingi. Þetta er í takt við þær breytingar sem við höfum séð í almennri stjórnsýslu sem einkennast helst að