Valdhafar „jafna“ atkvæði
Nú er í skoðun hjá starfshópi á vegum ríkisstjórnarinnar atkvæðavægi í kosningum. Rök þeirra eru nokkuð skýr þar sem rétt er að fleiri atkvæði eru á bakvið hvern þingmann í höfuðborgarkjördæmunum en í landsbyggðakjördæmunum.
Á að leysa vandamál höfuðborgarinnar með fleiri þingmönnum?
Vandamál í höfuðborginni verða ekki leyst með fleiri þingmönnum frekar en borgarfulltrúum. Það getur haft tilhneigingu til að þyngja nú þegar gríðar þungt stjórnkerfi enn frekar. Einnig er víðsvegar horft til nálægðar kjósenda við valdhafanna sem kost. Þeir sem búa nær valdhöfunum ættu að geta verið í betra sambandi við þá og hafa því ekki jafn ríka þörf fyrir eigin fulltrúa á þingi líkt og þeir sem búa lengra frá.
Er ójafnvægi á hinn veginn?
Ójafnvægi í búsetu á Íslandi augljóst. Yfir 80% landsmanna búa á milli Hvítár í Borgarfirði og Hvítár í Árnessýslu og er það í mínum huga það sem skekkir myndina. Núverandi kosningakerfi mætir því ójafnvægi að vissu leyti og í raun hefur betri leið ekki náð neinum hæðum í umræðum um málið. Að jafna atkvæði líkt og verið er að skoða er eitthvað sem hentar hentar mun betur núverandi stjórnarflokkum en þeim sem tilheyra minnihlutanum á þinginu.
Hvað með útflutningstekjur?
Hvernig væri að hugsa þetta út frá útflutningstekjum og því framlagi sem hvert kjördæmi leggur til þjóðarbúsins? Með því að horfa til staðsetningar helstu útflutningsfyrirtækja í sjávarútvegi og áliðnaði má vel færa rök fyrir því að stór hluti útflutningstekna eigi sér rætur í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Ef við myndum líta til þess hvar peningarnir verða til þegar við hugsum um atkvæðavægi tel ég ljóst að þingmönnum í báðum þessum kjördæmum myndi fjölga umtalsvert og það helst á kostnað höfuðborgarkjördæmanna.
Hvað er sanngjarnt?
Þessari spurningu á ég erfitt með að svara. En ég veit þó að kerfisbreytingar til þess hugsaðar að festa valdhafa hvers tíma fyrir sig í sessi, veikir lýðræðið.
Höfundur

Skráðu þig á póstlistann
og fáðu nýjustu pistlana beint í æð


