Höfundur:
Gísli Stefánsson

Rödd Vestmannaeyja þarf að heyrast á þingi

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember nk og eins og vermi ég 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Mikilvægustu málin fyrir Vestmannaeyjar snúa fyrst og fremst að grunninnviðum og þar með samkeppnishæfni eyjanna. Til þess að ná árangri í því þurfum við að tryggja:

  • Öruggt aðgengi að vatni með lagningu almannavarnarlagnar til Vestmannaeyja
  • Að rannsóknir á gögnum verið fjármagnaðar og hafist verði handa hið allra fyrsta við þær
  • Að úrbætur í Landeyjahöfn verði sett á dagskrá. Höfnina þarf að bæta þó unnið verði að gögnum til að bæta samgöngur til skemmri tíma
  • Að byrjað verði að hugað að nýjum Herjólfi og sem og varaskipi sem getur þjónustað allar ferjuleiðir í landinu óháð árstíma
  • Að flug milli lands og eyja verði tryggt og verði í samræmi við þjónustuþörfina. Flug tryggir öryggi og sparar þá fjármuni sem annars færi í sjúkraflug
  • Að heilbrigðisþjónusta verði bætt með því að klára sjúkraþyluverkefnið sem var búið að fjármagna fyrir heimsfaraldur
  • Að bið eftir heilbrigðisþjónustu verði stytt og kraftar einkaframtaksins nýttir til þess með stuðningi sjúkratrygginga
  • Að allt kapp verði lagt á að lækka orku- og hitunarkostnað í Vestmannaeyjum með því að jafna flutningsgjöld þvert yfir landið sem og að tryggja fjarvarmaveitum landsins aðgengi að orku á rekstrarhæfu verði

Til þess að ég geti unnið að þessum málum fyrir Vestmannaeyjar þarf ég og Sjálfstæðisflokkurinn stuðning þinn í kosningunum næstkomandi laugardag.

Komum eyjamanni á þing.

Gísli Stefánsson

  1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

 

 

Höfundur

Gísli Stefánsson

Skráðu þig á póstlistann

og fáðu nýjustu pistlana beint í æð