Kröfur ríkisins í land Vestmannaeyja – ráðherrar svarar
Þegar ég tók sæti á þingi um miðjan maí mánuð sl. sendi ég skriflegar fyrirspurnir á nokkra ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nokkur svör hafa borist og mun ég fara yfir nokkur þeirra í næstu færslum.
Ég spurði m.a. fjármála- og efnahagsráðherra hvort hann hyggðist halda til streitu kröfulýsingu sinni um úteyjar Vestmannaeyja sem eru í meira en 2 km fjarlægð frá Heimaey.
Dipló svar en kröfum mun fækka verulega
Ekki verður af svarinu tekið að það er nokkuð dipló en um leið gefur í raun til greina að, rétt eins og flestir vita, að málið er í algjöru öngstræti. Vestmannaeyjabær keypti eyjarnar með húð og hári af ríkinu árið 1960 og liggur það fyrir í gögnum bæjarins og þingskjölum. Kemur fram í niðurlagi svars ráðherra sem lesa má hér að miðað sé við eftir efnislega meðferð lögfræðinga ríkisins að kröfum í svæði 12, sem kallast eyjar og sker í kröfulýsingu ráðherra, fækki verulega.
Valdið hjá ráðherra
Hvað það þýðir nákvæmlega á þó eftir að koma á daginn en í svari ráðherra kemur skýrt fram að niðurstaða Óbyggðanefndar sem fer með þessu mál feli ekki í sér endanlega niðurstöðu. Það getur varla gefið annað í skyn en að valdið sé hjá ráðherra sem muni sannarlega nýta vald sitt til að falla frá þessum fullkomlega tilhæfulausu kröfum í land okkar eyjamanna.
Höfundur

Skráðu þig á póstlistann
og fáðu nýjustu pistlana beint í æð