Höfundur:
Gísli Stefánsson
Viðfangsefni:

Hækkun ofan á hækkun

Nú þegar HS Veitur hafa enn og aftur hækkað hitaveitu verðskrá sína í Vestmannaeyjum finnst mér rétt að benda á eftirfarandi.
  1. Þrátt fyrir ná 9 mW af varmaorku úr 3 mW úr raforku í varmadeilustöðinni í Eyjum hefur hitunarkostnaður hækkað á eyjamenn en ekki lækkað. Flutningur fór undir 4500 nýtingarstunda viðmið Landsnets og hækkaði þá flutningskostanður raforku all verulega. Hér eru allir að huga að orkuskiptum nema Landsnet.
  2. Þegar orka hefur verið skert eins og gerst hefur ítrekað undanfarið vegna skorts þarf hitaveitan að brenna oliu til að anna eftirspurn. Það hjálpar nú við orkuskipin.
  3. Þegar Vestmannaeyjastrengur 3 fór í sundur í janúar 2023 þurfti að mæta orkuskorti með því að brenna enn meiri olíu ofan á það sem þurft hafði í fyrri skerðingum. Aftur þetta með orkuskiptin.
  4. Olían er dýr en sennilega hagstæðari kostur heldur en að nota íslenskt grænt rafmagn til húshitunar vegna þess hve dýr flutningurinn er. Þetta fer þvert á markmið um orkuskipti.
  5. Síhækkandi kostnaður vegna þessa endar svo að sjálfsögðu á neytendum og engum öðrum með tilheyrandi verðbólguvæntingum og öðrum almennum leiðindum.
Það fer ekki saman að á sama tíma að varmadælustöðin er að spara orku í miðjum og viðvarandi orkuskorti að kostnaður við flutninginn á orkunni rjúki upp og það einmitt vegna þess að það er verið að spara. Þarna þarf ríkið og undirstofnanir þess að taka ábyrgð og breyta úreltu kerfi sem byggir á allt annarri samfélagsmynd en er að verða til hér í vaxtandi samfélagi Vestmannaeyja.
Þetta er ekki skrifað til að firra rekstaraðilann neinni ábyrgð sem hann svo sannarlega ber, enda er það hans m.a. að veita stjórnvöldum og öðrum aðhald í orkumálum enda að hluta í eigu opinberra aðila. Hreyfiafl fyrirtækisins á svo sannarlega að geta unnið á móti þeim þáttum sem valda hækkun sem þessari. Sjáum svo til hvernig þeim mun megna í vatnsleiðslumálinu sem er svo annar og alvarlegri kapítuli.

Höfundur

Gísli Stefánsson

Skráðu þig á póstlistann

og fáðu nýjustu pistlana beint í æð