Við þurfum að vera á tánum
Árið sem er að líða hefur gefið taktinn fyrir það næsta. Hagræðingartillögur ríkisstjórnar sem voru eftir allt saman bara fjölmiðlastönt, ESB komið á línulega dagskrá sem enginn horfir á lengur og svo leiðréttingar á því óréttlæti sem skapast þegar sjávarútvegurinn hagnast. Margir þeir úr pólitíkinni hér í Eyjum sem skrifað hafa pistla að undanförnu hafa fremur dregið það jákvæða fram sem gerst hefur undanfarið og kann að vera í farteskinu. Það er því vel pláss fyrir pistil sem gefur félögum í fýlupúkafélögum vítt og breytt ekkert eftir. Atvinnulífið á undir högg að sækja Leiðréttingar, gatafyllingar og sleggjur frá ríkisstjórn hafa
Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum
Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er ánægjulegt, sér í lagi þegar að kröftugur tónn kemur úr óvæntri átt eins og í tilfelli Jóhanns Inga Óskarssonar. Það er einnig ánægjulegt vegna þess að upplifun mín af samtölum við bæjarbúa um pólitík framan af kjörtímabilinu hefur sjaldnast snúist um bæjarmálin, frekar landsmálin og þá stöðu sem þar er uppi. Hins vegar eru fjölmörg málefni bæjarins sem má ræða frekar og hér vil ég reifa nokkur þeirra. Atvinnulífið í heild sinni þarf sterkari málsvara Ljóst er að



